Helgarsprokið 11. nóvember 2007

315. tbl. 11. árg.

Þ eir sem vilja láta vekja sig upp með andfælum og koma hreyfingu á hugann, geta gert margt vitlausara en að lesa bók eftir kanadíska blaðamanninn, stílistann og jaxlinn Mark Steyn. Kannski er þó ekki óhætt að beina þessari ábendingu blindandi út í loftið, því Steyn er ekki allra, og alls ekki þeirra meðvituðu vinstrimanna Vesturlanda sem telja að flest böl heimsins sé vondum ríkisstjórnum gráðugra Vesturlanda að kenna. Borgaralegir áhugamenn um þjóðmál, sem fengið hafa langt um meira en nóg af moðinu á miðjunni, fá í bókum Marks Steyns mikinn skemmtilestur. Fyrir utan fróðleik, skoðanir, ábendingar og herkvaðningu.

Í nýjustu bók sinni, America Alone: The End of the World as We Know It, kemst Steyn að því, sér til undrunar að hann er kominn í hóp heimsósómahöfunda. Hann telur að Bandaríkin standi nú ein eftir Vesturlanda; Evrópa sé í raun og veru farin veg allrar veraldar. Múslimar sæki þar jafnt og þétt á, sigurvissir og sjálfsöruggir; ólíkir sjálfsgagnrýnum Evrópubúum sem jarmi hver á eftir öðrum um meira fjölmenningarsamfélag sem grafi undan eigin menningu, vaxandi velferðarkerfi sem dragi úr sjálfsbjargarviðleitni og minnkandi barneignum sem leiði til útdauða. Bandaríkin séu síðasta vonin.

Í America Alone er engin tæpitunga töluð og ekkert hjal. Þeir sem vilja helst hvíla hugann með því að eyða kvöldinu yfir textum um orðræðu, vegferð og leiðangur – svo drjúgur hluti orðaforða íslenskra stjórnmálamanna sé notaður – myndu kaupa köttinn í sekknum ef þeir næðu sér í bók eftir Mark Steyn. En aðrir geta að sama skapi skemmt sér betur. Í inngangi bókarinnar minnist Steyn á sífelldan ótta evrópskra vinstrimanna við kjarnorkuvopn… fyrir aldarfjórðungi. Þá töldu evrópskir menntamenn fullvíst að brjálæðingar eins og Reagan og Thatcher myndu valda stórfelldu kjarnorkustríði. Nú á dögum hafa sömu menn litlar áhyggjur af kjarnorkuvopnum þegar þau eru við það að komast í hendur á öfgasinnuðum múslimum, eða eru kannski þegar komin þangað. Eða svo vitnað sé í Steyn:

Do you worry? You look like you do. Worrying is the way the responsible citizen of an advanced society demonstrates his virtue: he feels good about feeling bad. But what to worry about. Iranian nukes? Nah, that’s just some racket cooked up by the Christian fundamentalist Bush and his Zionist buddys to give Halliburton a pretext to take over the Persian carpet industry. Worrying about nukes is so eighties. “They make me want to throw up … They make me feel sick to my stomach,” wrote the British novelist Martin Amis, who couldn’t stop thinking about them during the Thatcher terror. In the introduction to a collection of short stories, he worried about the Big One and outlined his own plan for coping with a nuclear winter wonderland:
 

Suppose I survive. Suppose my eyes aren’t pouring drown my face, suppose I am untouched by the hurricane of secondary missiles that all mortat, metal and glass has abruptly become: suppose all this, I shall be obliged (and it’s the last thing I feel like doing) to retrace that long mile home, through the firestorm, the remaines of the thousand-miles-an-hour winds, the warped atoms, the groveling dead, Then – God willing, if I still have the strenght, and, of course, if they are still alive – I must find my wife and children and I must kill them.
 

But the big One never fell. And instead of killing his wife Martin Amis had to make do with divorcing her. Back then it was just crazies like Reagan and Thatcher who had nukes, so you can understand why everyone was terrified. But now Kim Jong-il and the ayatollahs have them, so we’re all sophisticated and relaxed about it, like the French hearing that their president’s acquried a couple more mistresses. Martin Amis hasn’t thrown up a word about the subject in years. To the best of my knowledge, he has no plans to kill the present Mrs. Amis. So what should we be cowering in terror over? How about – stop me if you’ve heard this one before – „climate change“?

Svona skrifar Mark Steyn og jafnvel þó menn samþykki kannski ekki hvert orð frá honum – frekar en kannski flestum öðrum – getur verið hressandi að fá svona skammt af og til. Og er ekki dálítið til í því að óttinn og hneykslunin á Vesturlöndum getur orðið nokkuð valkvæð. Evrópskir vinstrimenn hafa litlar áhyggjur haft af því hvernig kommúnistastjórnin á Kúbu hefur farið með landsmenn sína undanfarna áratugi. Á Kúbu eru menn enn settir í áratuga fangelsi fyrir það eitt að gagnrýna stjórnvöld opinberlega, en þau fangelsi vekja enga skoðun á Vesturlöndum. Íslenskir vinstrimenn fóru árum saman í „vinnuferðir til Kúbu“, þar sem þeir unnu kauplaust til að efla veldi Kastrós. En þetta stendur víst til bóta því loksins hefur verið opnað fangelsi á Kúbu sem rætt er daglega á Vesturlöndum. Þangað fara sjónvarpsmenn og blaðamenn og eiga varla orð yfir skelfingunni þegar þeir koma heim.

Mark Steyn tekur eftir andúðinni á Bandaríkjunum og flestu sem þau standa fyrir:

If you lived in Poland in the 1930s, you weren’t worried about the Soviets’ taste in soft drinks or sentimental Third Reich movies. America is the most benign hegemon in history: it’s the world’s first non-imperial superpower and, at the dawn of the American moment, it chose to set itself up as a kind of geopolitical sugar daddy. By picking up the tab for Europe’s defense, it hoped to prevent those countries lapsing into traditional power rivalries. Nice idea. But it also absolved them of the traditional responsibilities of nationhood, turning the alliance into a dysfunctional sitcom family, with one grown-up presiding over a brood of whiny teenagers – albeit (demographically) the world’s wrinkliest teenagers. America’s preference for diluting it’s power within the UN and other organs af an embryo world government has not won it friends. All dominant powers are hated – Britain was, and Rome was – but they’re usually hated for the right reasons. America is hated for every reason. The fanatical Muslims despise America because it’s all lap-dancing and gay porn; the secular Europeans despise America because it’s all born-again Christians hung up on abortion; the anti-Semites despise America because it’s controlled by Jews. Too Jewish, too Christian, too godless, America is George Orwell’s Room 101: whatever your bugbear you will find it therein; whatever you’re against, America is the prime example of it.