Laugardagur 10. nóvember 2007

314. tbl. 11. árg.

G

Snerpa og sprell á fundi hjá Framsókn.

uðni Ágústsson upplýsti á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag að núverandi forsætisráðherra væri „daufur og sinnulaus“.

Við fyrstu heyrn hljómar þetta auðvitað furðulega og menn velta fyrir sér hvað Guðni sé að fara. En svo auðvitað sést að Guðna er vorkunn. Hann er auðvitað að bera Geir saman við síðasta forsætisráðherra á undan honum, hinn snarpa og hressa Halldór Ásgrímsson. Og þá er ekki nema von að flestir virki daufir og sinnulausir í samanburðinum.

F rá því var greint í fjölmiðlum í vikunni að borgaryfirvöld væru nú að hugleiða þá hugmynd að koma upp yfirbyggðri skíðabrekku í Bláfjöllum. Í vikunni var einnig greint frá því að sveitarfélögin standa mjög illa fjárhagslega og þau krefjast þess að ríkið komi þar til aðstoðar. Núverandi tekjustofnar dugi bara ekki fyrir lögbundnum verkefnum.