Föstudagur 22. desember 2006

356. tbl. 10. árg.

Á mánudaginn í síðustu viku var í tveimur leiðurum Morgunblaðsins útskýrt á skýran og greinargóðan hátt hvers vegna það þótti heppilegt í eina tíð að blaðið kæmi ekki út á mánudögum.

Í fyrri leiðaranum, sem birtist undir fyrirsögninni: Staksteinar, var að fullu og öllu tekið undir Lesbókargrein Stefáns Ólafssonar um Milton Friedman frá laugardeginum áður að því frátöldu að Stefán taldi í sinni grein að miða skyldi við árið 1995 þegar rætt væri um upphaf hnignunarskeiðs íslensks samfélags en Morgunblaðið taldi það hafa hafist nokkru fyrr, eða árið 1991.

Í seinni leiðaranum sem birtist undir fyrirsögninni: Víkverji, sagði blaðið það vera þegnskyldu að kaupa þau dagblöð sem seld eru í áskrift. Morgunblaðið er eins og kunnugt er eina dagblaðið á Íslandi þessa dagana sem selt er í áskrift.

Þegar Morgunblaðið kom ekki út á mánudögum þá kom það altént ekki út á mánudögum.