Fimmtudagur 13. október 2005

286. tbl. 9. árg.
There has always been a false contradiction between the recollections of colleagues who say she wouldn’t listen, and those who are sure she did. Both are right. Thatcher would take advice on how to achieve what she wanted but not on what she ought to want. She needed maps and diagrams. If you could show her instructions then she was all attention, putty in your hands. From the simplest tradesman to the most brilliant quantum physicist, she respected know-how. She would not second-guess a plumber, let alone a field marshal. Having decided on the ends she had humility as to the means, and was ready to call in the expert and take advice.
She would not, however, brook challenge on her underlying philosophy or her strategic goals. As Prime Minister she knew she wanted an independent nuclear deterrent in the same way that, as householder, she might know she wanted a dishwasher.The plumber was there to fit the dishwasher, not question its necessity. The military strategist were there to explain how the deterrent worked or supply examples of its potential usefulness, not argue about disarmament. The only objection to her ultimate goals which Mrs. Thatcher would allow was that, however desirable, a goal might be simply unachievable.
– Matthew Parris, Chance Witness, bls. 188.

Þ

Breskir vinstrimenn hafa árum saman talað um hlut kvenna í stjórnmálum. Breskir íhaldsmenn þurftu síður á umræðustjórnmálum um það mál að halda.

að þarf kannski ekki að koma á óvart að á ellefu ára forsætisráðherraferli hafi Margrét Thatcher breytt Bretlandi. Og haft ótrúleg áhrif langt út fyrir eigið land. Þegar saman fer skýr lífsskoðun, einbeittur vilji til að vinna henni brautargengi, baráttuþrek og kjarkur sem fáum stjórnmálamönnum virðist gefinn – og einstaklingur með alla þessa eiginleika verður forsætisráðherra Stóra-Bretlands, þá hlýtur eitthvað undan að láta. Og á níunda áratug síðustu aldar var það Bretland stöðnunar, hafta og vonleysis sem lét undan. Í lok áttunda áratugar þeirrar aldar var það almenn skoðun að Bretland megnaði ekki að snúa hnignun sinni við. Ellefu árum síðar, þegar Margrét Thatcher hafði í rúman áratug barist til sigurs við hverja helga kú vinstri manna á fætur annarri, hefði engum vitibornum manni dottið í hug að hugsa þannig til Bretlands.

Gegn harðri andspyrnu vinstri manna – ekki bara í Bretlandi heldur um allan heim – verkalýðsforstjóra, rétttrúaðra fjölmiðlamanna og talandi háskólamanna barðist Margrét Thatcher fyrir þjóðfélagsbreytingum sem hafa bætt hag hins almenna manns stórkostlega. En fyrir þetta hefur hún einnig unnið sér inn hatur þessara andstæðinga sinna og lengi mun mega treysta hefðbundnum álitsgjöfum vestrænnar þjóðmálaumræðu til að hafa á hraðbergi órökstudd hrakyrði um hana og stjórnarár hennar.

Það hefur stundum verið haft á orði, að ein merkilegasta breytingin sem Margrét Thatcher hafi komið til leiðar, hafi verið á breska Verkamannaflokknum. Ein afleiðing þess árangurs sem náðist á stjórnarárum hennar hafi verið sú að breski Verkamannaflokkurinn næði aldrei völdum á nýjan leik. Vissulega hafi flokkur undir nafninu Nýi Verkamannaflokkurinn, New Labour, komist til valda, en sá vinstrisinnaði Verkamannaflokkur sem áratugum saman atti kappi við Íhaldsflokkinn sé horfinn og sjáist aldrei framar. Töluvert er til í þessu, svo langt sem það nær. Boðskapur Verkamannaflokks Tonys Blairs er óþekkjanlegur frá því sem Verkamannaflokkurinn barðist fyrir áratugina þar á undan. Nú láta Blair og hans menn eins og þeir séu sérstakir áhugamenn um viðskiptalífið og hafa alla mögulega frasa tiltæka, hvenær sem hljóðnemi er nálægt. En hvað þeir meina svo með hinu nýja orðfæri er vitaskuld annað mál. En það hefur dugað þeim. Íhaldsflokkurinn fékk auðvitað sinn John Major og yfirburðastaða flokksins hvarf undraskjótt. Eftir að Major og hans menn – þessir sem fjölmiðlamenn og álitsgjafar voru alltaf að segja að væru „kjósendavænni“ og „mildari“ en Thatcher – náðu að glutra stöðu Íhaldsflokksins niður, þá hefur spunameisturum Blairs tekist að halda völdum á Bretlandi. John Major var og er hinn viðkunnanlegasti maður sem fæstir höfðu neitt sérstakt á móti. En hann bar ekki með sér sannfæringu, kjark og forystuhæfileika Margrétar Thatcher og svo fór sem fór. Meira að segja einu kosningarnar þar sem Íhaldsflokkurinn sigraði undir forystu Majors, unnust ekki fyrr en Thatcher hellti sér í slaginn með arftaka sínum. Allt fram að því bentu flestar kannanir til öruggs sigurs Verkamannaflokks Kinnocks.

En þó flokkur Margrétar Thatcher hafi ekki borið sitt barr eftir að hún lét af forystu, þá verður það ekki haft af honum með rökum, að á Thatcher-tímanum hafi Bretlandi verið gjörbreytt. Sennilega gerir fátt ungt fólk sér grein fyrir því hvílíku grettistaki var lyft undir forystu Margrétar Thatcher, konunnar sem síðan hefur mátt sitja undir hrakyrðum vinstrimanna flestra landa. Og verk hennar var hreint ekki eins auðvelt og sjálfsagt og margir ímynda sér kannski nú að það hafi verið. Þegar Margrét Thatcher komst til valda þótti ekkert athugavert við það að nota skattfé til að greiða taprekstur heilla atvinnugreina. Fólk var ofurselt valdi verkalýðsfélaganna. Það þótti alls ekki sjálfsagt að almennir borgarar mættu kaupa sér húsnæði. Við allar sínar þjóðfélagsbreytingar mætti Margrét Thatcher gríðarlegri andspyrnu vinstri aflanna – ósjaldan sömu manna og nú láta eins og þeir séu sérstaklega nútímalegir. Og fólk sem lítið þekkir til sögunnar, sérstaklega yngri kjósendur eins og kannski er skiljanlegt, lætur sig jafnvel hafa það að kjósa þessa sömu vinstrimenn eða arftaka þeirra til valda.

Margrét Thatcher hafði ekki aðeins auga fyrir því hvað betur mátti fara í hennar eigin landi. Hún var ósjaldan næm á einstaklinga og eiginleika þeirra. Fræg er vinátta og samstaða hennar og Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta, annars stjórnmálamanns sem vinstrimenn munu aldrei meta að verðleikum, sama hvað í húfi verður. En kannski skipti ekki minna máli hve snemma hún áttaði sig á Mikhail Gorbatsjof, leiðtoga Sovétríkjanna og því sem gerast kynni í Sovétríkjunum. Samband þeirra hafði töluverð áhrif á stöðu Gorbatsjofs í Sovétríkjunum og þá atburðarás sem þar varð. Um annan þjóðarleiðtoga hafði hún hins vegar þessi orð ekki alls fyrir löngu, í samtali við Bandaríkjamann sem hún var kynnt fyrir í mannfagnaði: „Your president, President Clinton, he is a great communicator. The trouble is, he has absolutely nothing to communicate.“ Þetta er ekki óskynsamlegri lýsing á Clinton er mörg önnur. Það vantar ekki að Clinton getur verið viðkunnanlegur og hann nær til fólks. En veit einhver til þess að hann hafi sérstaka stefnu aðra en þá að ná og halda völdum? Hverju fékk hann helst áorkað í forsetatíð sinni? Og ef einhvern langar að rifja upp fleiri einfaldar athugasemdir Margrétar Thatcher þá er engin sérstök ástæða til að sleppa því að nefna að í síðustu bók hennar, sem út kom fyrir þremur árum, hófst einn kaflinn á þessum skrúðlausu orðum sem höfundurinn vissulega viðurkenndi að væru alhæfing: „During my lifetime most of the problems the world has faced have come, in one fashion and other, from mainland Europe, and the solutions from outside it.“

Margrét Thatcher er óneitanlega einn eftirminnilegasti og merkasti stjórnmálamaður síðustu áratuga. Hvort sem andstæðingum hennar líkar það betur eða verr þá mun fólk lengi njóta árangursins af lífstarfi hennar og breytir í því sambandi auðvitað engu hvort þeim tekst að fela hlut hennar fyrir fleiri eða færri. Fyrir fimm árum, þegar áratugur var liðinn frá því Margrét Thatcher lét af embætti fjallaði elsta tímarit Bretlandseyja, The Spectator, um valdaferil hennar og þá skuld sem tímaritið taldi landa hennar standa í við hana. Vefþjóðviljinn leyfði sér þá að vitna til lokaorða tímaritsins í íslenskum búningi og getur auðvitað alveg gert það aftur, svona úr því Margrét Thatcher skapraunar andstæðingum sínum enn í dag og nú með því að verða óvænt áttræð: „Ef Thatcher og Reagan hefðu stjórnað með öðrum hætti en þau gerðu er ekki víst að Tony Blair sæti á skrafi í Moskvu með lýðræðislega kjörnum leiðtoga á borð við Vladimir Putin. Thatcher sá fyrir hrun kommúnismans og endursameiningu Evrópu. Hún var pólítísk guðmóðir athafnalífsins, alls þess sem getur af sér frumkvæði og sköpun í Bretlandi í dag, hvort sem um er að ræða netmilljónamæringa, frumlega listamenn eða tæknina sem færði þér þetta tímarit. Verk hennar lifa.“