„Hann segir að ekki hafi verið farið yfir fyrir útdráttinn hvort einhverjir hafi sent inn fleiri en eina umsókn en hefði hins vegar komið í ljós að sami umsækjandi hefði átt fleiri en eina umsókn í útdrættinum hefðu þær umsóknir verið gerðar ógildar.“ |
– tilvitnun fréttamanns Ríkissjónvarpsins í skrifstofustjóra hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar. |
V
Dregið á bak við tjöldin. Fjölmiðlar voru reknir út áður en drátturinn hófst. Á milli kassanna glittir í Pandóruboxið. |
erstu grunsemdir Vefþjóðviljans um lóðahappdrætti R-listans í Lambaseli hafa nú fengist staðfestar. Því miður lét Reykjavíkurborg hjá líða að skoða hvort menn ættu fleiri en eina umsókn í útdrættinum. Það var þó skýrt tekið fram að einstaklingar og sambýlisfólk mættu aðeins leggja inn eina umsókn. Það er afar óheppilegt þegar borgin úthlutar gæðum af þessu tagi að menn geti ekki verið vissir um að sitja við sama borð og aðrir umsækjendur.
Þarna voru miklir fjárhagslegir hagsmunir í húfi fyrir nær 6.000 umsækjendur en Reykjavíkurborg sýndi fullkomið kæruleysi og gekk ekki einu sinni úr skugga um að einföldustu atriði væru í lagi. Það hefði verið hægur vandi að koma í veg fyrir þau mistök sem þarna áttu sér stað.
Við þetta bætist svo augljós handvömm við sjálfan útdráttinn þannig að í stað þess að hann hafi verið tilviljanakenndur var umsóknum á ákveðnu bili hyglað með því að hafa þær á réttum stað í „kökuboxinu“ sem embættismennirnir hreyktu sér af að hafa notað við útdráttinn. Drátturinn sjálfur fór að sjálfsögðu fram fyrir luktum dyrum í anda opinna stjórnarhátta R-listans.
Í sjónvarpsþættinum Silfri Egils á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag spurði Egill Helgason þáttarstjórnandi Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarfulltrúa um niðurstöðu lóðahappdrættisins og hvort ekki væri einsýnt að þar hafi orðið meiriháttar klúður. Ingibjörg svaraði: „Ég veit ekki, ég heyrði einhverja frétt um þetta í gær, og sko það er bara eins og uu ég held að þaa í öllum happadrættum þá geta alls konar hlutir, undarlegir hlutir gerst.“ Ingibjörg Sólrún hefur það eina starf um þessar mundir að gæta hagsmuna Reykvíkinga og þetta eru svörin.
Hinn 30. desember 2002 var Ingibjörg Sólrún í viðtali í Kastljósi Ríkissjónvarpsins en þá var orðið ljóst að hún stefndi á sæti á Alþingi. Aðspurð um hvað hún hefði fram að færa á þeim vettvangi svaraði hún: „Nú bara opna ég Pandóruboxið mitt“. Þóttu þetta undarlega svör hjá sagnfræðingnum því síðast þegar slíkt box var opnað í sögunni spruttu út plágur og böl en vonin ein sat eftir á botninum.
Sem kunnugt er náði Ingibjörg Sólrún ekki kjöri á þing þarna um árið og borgarstjórn Reykjavíkur situr því enn uppi með hana. Getur það hugsast að Ingibjörg hafi gefist upp á biðinni eftir því að fá að kynna landsmönnum innihaldið úr Pandóruboxinu sínu og lánað boxið í lóðahappdrættið í Lambaseli?