Á
Sögulegur leiðari Fréttablaðsins í gær sýnir að leiðaraskrif blaðsins hafa áhrif. Hlutur kvenna gleymist ekki. |
miðvikudaginn lýsti Vefþjóðviljinn andstöðu við það sjónarmið sem birst hefur í leiðurum og fréttaskrifum Fréttablaðsins og DV að ráða beri fólk í störf með það að markmiði að „jafna hlutfall kynjanna“. Vefþjóðviljinn hefur svo sem oft áður viðrað þá skoðun sína að ekki eigi að skipta heiminum tvö lið, hvorki karla og konur né Dagnýju Jónsdóttur á móti rest. Menn mega vera í því liði sem þeim sýnist. Útgefendum Fréttablaðsins og DV á því að vera fullkomlega heimilt að ráða bara konur eða karla á blöðin eða hafa kynskipt stjórnunarfyrirkomulag á blöðunum. Útgefendur Fréttablaðsins og DV hafa til að mynda nýtt sér slíka kynskiptingu í ríkum mæli. Af fimmtán æðstu yfirmönnum og stjórnarmönnum Fréttablaðsins og DV eru fimmtán karlar og karlar hafa séð um leiðaraskrif í blöðin. Svo skýrt hefur þetta fyrirkomulag verið að DV hefur frekar leitað til karlkyns ritstjóra hrossablaðs um leiðaraskrif en að láta það henda að kona haldi um forystupennann. Þessir menn láta hávaðann og þytinn frá hryssunum ekki villa sér sýn.
En það hefur greinileg áhrif þegar Fréttablaðið skrifar leiðara eftir leiðara um að hlutur kvenna gleymist ekki og Fréttablaðið og DV flytja fréttir af rangsleitni heimsins gagnvart konum þegar kemur að ráðningum í stjórnunarstöðum. Dömur mínar og herrar: Í gær ritaði kona ritaði leiðara í Fréttablaðið!
Að sjálfsögðu var leiðarinn um stöðu jafnréttismála. Hamra ber járnið á meðan það er „heitt“ eins og þær ágætu María og Aðalheiður sem kynna sig á síðum DV. „Að vinna að jafnrétti er ekki bara góð hugmynd“ sagði í yfirskrift þessarar sérstæðu forystugreinar Svanborgar Sigmarsdóttur í Fréttablaðinu í gær. Það kom hins vegar ekki nógu skýrt fram í leiðaranum hvers vegna Svanborgu og félögum hennar á Fréttablaðinu þykir það einnig vond hugmynd. Það er aukaatriði.
Það breytir því ekki að leiðarar Fréttablaðsins hafa mikil áhrif í jafnréttisbaráttunni.