Miðvikudagur 16. apríl 2003

106. tbl. 7. árg.

Þá er komið að páskagetraun Vefþjóðviljans en nú gefst lesendum færi á að sýna hvað þeir geta og hljóta jafnvel bragðgóð laun fyrir. Skilafrestur svara er til og með klukkan 12:00 á hádegi að íslenskum tíma laugardagsins 19. apríl en þeir fimm lesendur sem bestum árangri ná, hljóta verðlaun. Vinningshafar á höfuðborgarsvæðinu munu umræddan laugardag fá sent heim páskaegg að stærð 7 en vinningshafar annars staðar úr veröldinni munu fá sendan veglegan konfektkassa að páskum loknum. Verði menn jafnir verður þeim mismunað eftir hlutkesti. Taka þátt í getraun.