Í
Færri komast að en vilja á fundum WTO. |
dag mun fulltrúi Bandaríkjastjórnar leggja fram tillögu á vettvangi Alþjóða viðskiptastofnunarinnar (WTO) þess efnis að allir tollar á unnar vörur verði felldir niður fyrir árið 2015. Þessi tillaga nýtur mikils stuðnings meðal margra iðnrekenda í framleiðsluiðnaði í Bandaríkjunum sem vilja komast hindrunarlaust inn á erlenda markaði. Aðrir eins og fataframleiðendur og hluti stáliðnaðarins eru andvígir.
Þessi tillaga er ein margra í sömu átt sem Bush stjórnin hefur lagt fram í svonefndum Doha viðræðum WTO sem á að ljúka árið 2005 en hafa þótt miða heldur hægt að undanförnu. Í sumar boðaði Robert Zoellick samningamaður Bandaríkjastjórnar til dæmis þá stefnu stjórnarinnar að lækka meðaltolla á landbúnaðarvörur úr 62% í 25% á næstu fimm árum.
Tillagan sem lögð er fram í dag gerir ráð fyrir að árið 2010 ekki hærri tollar á iðnvarning en 8% og næstu fimm ár þar á eftir verði notuð til að afnema alla tolla á iðnvarningi.
Ekki þarf að spyrja að hvaða áhrif það hefði ef þessi tillaga næði fram að ganga. Tollar koma bæði í veg fyrir að menn geti notið þess besta frá öðrum löndum og viðhalda einnig óarðbærri framleiðslu innanlands.