Fimmtudagur 13. maí 1999

133. tbl. 3. árg.

dfriedman.jpg (7128 bytes)
dfriedman.jpg (7128 bytes)

Bandaríski hagfræðingurinn David Friedman er væntanlegur hingað til lands næstkomandi laugardag og mun hann halda hér þrjá fyrirlestra um hagfræði á vegum félags hagfræðinema við Háskóla Íslands.

Mánudagur 17. maí klukkan 12:00 í Lögbergi stofu 101 í Háskóla Íslands:
Public vs. private prosecution

Mánudagur 17. maí klukkan 17:30 í samvinnu við Íslandsbanka í Odda stofu 101 í Háskóla Íslands:
Encryption and online commerce – moving away from a world of monetary
sovereignty

Þriðjudagur 18. maí klukkan 12:00 í samvinnu við Verslunarráð Íslands í Skála á Hótel Sögu:
The Case For and Against Government: An Economist’s View

David Friedman er sonur Rose og Miltons Friedmans. David fetaði í fótspor foreldra sinna og fór að fást við hagfræði, þótt hann hafi lokið B.A. prófi í eðlis- og efnafræði  frá Harvard háskóla og doktorsprófi í eðlisfræði frá Chicago háskóla. Eftir námið sneri David sér að því að kenna hagfræði og kennir nú við lögfræðideild Santa Clara háskólans í Kaliforníu.

David Friedman hefur gefið út nokkrar bækur og fjölda fræðilegar og almennra greina. Fyrsta bók hans kom ú árið 1971 og heitir The Machinery of Freedom. Sú bók fjallar um virkni frjáls markaðar og hvernig markaðurinn starfar án afskipta. Næsta bók hans kom út árið 1986 og ber titilinn Price Theory og er hún skrifuð í anda Chicago hagfræðinganna. Hún hefur notið mikilla vinsælda og verið gefin út nokkrum sinnum.  Nýjasta bók hans heitir Hidden Order: The Economics of Everyday Life.(Sjá umsögn í Vef-Þjóðviljanum 10. ágúst 1997). Eins og nafnið gefur til kynna, fjallar hún um hið daglega líf mannanna, en frá sjónarhóli hagfræðinnar. Þetta er stórskemmtileg bók sem sýnir að hagfræðin fjallar aðeins lítillega um líflausar tölur, en þess meira um hefðbundnar ákvarðanir fólks. Bókin skýrir með dæmum og á einföldu máli ýmis viðfangsefni hagfræðinnar og kímnigáfa höfundarins nýtur sín vel. Eins og heiti fyrsta fyrirlestursins sem David Friedman flytur hér á landi að þessu sinni ber með sér hefur hann skoðað hvernig framfylgja má lögum án ríkisvalds og hefur ritað nokkuð um hina einkareknu löggæslu  íslenska þjóðveldisins.