Vaxtagjöld | 9,9% |
Mennta- og menningarmál | 10,4% |
Barnabætur | 5,1% |
Atvinnu- og samgöngumál | 14,3% |
Dómgæsla og löggæsla | 3,7% |
Heilbrigðis- og tryggingamál | 36,0% |
Annað | 20,6% |
Í fréttum Stöðvar 2 þann 28. september var sagt frá því að tímaritið Heimsmynd hafi látið gera skoðanakönnun um hver væri hæfastur til að leiða nýjan félagshyggjuflokk. Í ljós kemur að 60% landsmanna hefur enga skoðun á málinu. Ekki er því að sjá að mikill áhugi sé á stofnun slíks flokks, enda veit enginn fyrir hvað hann ætti að standa. Svo virðist sem það eina sem félagshyggjumenn geta komið sér saman um er að ná völdum, en eina reynslan sem að landsmenn hafa af völdum þeirra er þegar Stefán Valgeirsson komst á þing undir merkjum „jafnréttis og félagshyggju“ og var sú reynsla slæm. Það er kominn tími til að félagshyggjumenn greini frá því hvaða málefni þeir ætla að sameinast um hyggist þeir láta taka sig alvarlega.