260. tbl. 1. árg.
á landsbyggðinni reyni að halda í fólk með því að auka þjónustu þ.e. byggja betri íþróttahús, sundlaugar, tónlistarskóla, róluvelli o.s.frv. Tekið var dæmi frá Hellissandi þar sem mikil uppbygging íþróttamannvirkja hefur átt sér stað. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu virðast nota svipuð úrræði í samkeppninni um það fólk sem kemur af landsbyggðinni. Gæði sveitarfélaganna virðast mæld í því hversu miklu skattfé þau spreða og hversu hratt þau safna skuldum. Af hverju dettur engri sveitarstjórn í hug að rifa seglin, lækka rekstrarkostnað, selja eignir, lækka skuldir og lækka svo skatta svo um munar og höfða þannig til fólks? Af hverju eru öll sveitarfélög á Íslandi eins? Af hverju er ekkert sveitarfélag sem leyfir fólki að velja þá þjónustu sem það þarf á að halda án þess að sveitarfélagið hafi um það milligöngu?
Af einhverjum ástæðum nær umræða um grundvallaratriði,…
eins og hvort hið opinbera eigi að veita ákveðna þjónustu, aldrei í sveitastjórnarpólítíkina. Pólítík sveitarstjórnanna snýst eingögnu um hvernig og hvenær skuli gera hlutina en ekki hvort. Þannig ganga ákveðnar tískubylgjur yfir hjá sveitarstjórnarmönnum. Undanfarin misseri hafa embætti ýmiss konar fulltrúa verið í tísku. Ekkert sveitarfélag getur verið án atvinnufulltrúa, menningarfulltrúa, jafnréttisfulltrúa, ferðamálafulltrúa eða umhverfisfulltrúa. En útsvarsgreiðendur virðast alltaf geta verið án stærri og stærri hluta af launum sínum.