Laugardagur 13. september 1997

256. tbl. 1. árg.
Það er ekki óalgengt að upprennandi atvinnustjórnmálamenn…
telji nauðsynlegt að „bæta ímynd stjórnmálanna“. Þetta er sérstaklega undarlegt að heyra frá stjórnmálamönnum á hægri vængnum sem í orði kveðnu vilja draga úr umsvifum hins opinbera. Hvers vegna að bæta ímynd þess sem maður vill losna við? Almenn óánægja fólks með stjórnmálin er einmitt ágætur rökstuðningurinn fyrir minnkandi umsvifum ríkisins. Það á að benda fólki á hve mikill munur er á vali þess á markaði og því sem stjórnmálin skammta. Þetta kemur auðvitað ekki á óvart þar sem fólk velur eftir persónulegum óskum sínum á markaðnum en stjórnmálamennirnir geta í besta falli stuðst við einhvern ímyndaðan meðaltalsvilja þegar þeir skammta af skattfé.