253. tbl. 1. árg.
en undantekning í íslenskum stjórnmálum. Frá síðari árum eru þó fá dæmi um jafn taumlaust yfirboðakapphlaup og átti sér stað í síðustu borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Frambjóðendur R-listans höfðu forgöngu í þessum efnum og lofuðu borgarbúum allra meina bót. Af málflutningi þeirra mátti ráða, að hægt væri að auka útgjöld á flestum sviðum borgarrekstrarins og greiða niður skuldir borgarinnar á sama tíma án þess að hækka skatta á borgarbúa. Þetta hefur að sjálfsögðu ekki orðið raunin. R-listinn hefur svikið margvísleg útgjaldaloforð sín (sem í sjálfu sér er af hinu góða), látið ógert að greiða niður skuldirnar (sem er slæmt) og síðast en ekki síst hækkað skatta (sem er hneyksli). Loforð R-listans voru að sjálfsögðu fullkomlega óraunhæf, en fáum kom hins vegar til hugar að fulltrúar hans myndu svíkja öll þessi loforð!
Sjálfstæðismenn voru litlu betri…
í þessu kapphlaupi. Ýmsir frambjóðendur flokksins töldu það árangursríkustu leiðina á lokaspretti kosningabaráttunnar að gefa loforð út og suður og vildu hvers manns vanda leysa með auknum útgjöldum, ekki síður en R-listinn. Þessi áróður var ekki trúverðugur og er hugsanlegt að það hafi átt þátt í ósigri flokksins í kosningunum. Vonandi hafa sjálfstæðismenn lært eitthvað af þessari reynslu og tileinkað sér ábyrgari fjármálastefnu en þá var boðuð af hálfu flokksins. Kjósendur eru kannski ekki alltaf með á nótunum um tæknileg atriði og útfærslu einstakra stefnumála, en það þýðir ekki að telja þeim trú um hvað sem er.