Jón Steinsson, hagfræðinemi, ritaði grein í Morgunblaðið í fyrradag þar sem hann bendir á…
hve nauðsynlegt það sé að skýrt eignarhald sé að veiðileyfum við Íslandsstrendur. Svo segir Jón að ef útgerðarmenn fái óskorað yfirráð yfir veiðiréttinum er eðlilegast að útgerðarfélögin fái sjálf að ákveða hversu mikið er veitt. Sá sem á kvótann á nefnilega mestra hagsmuna að gæta í því að rétt magn sé veitt. Oft er sagt að heppilegast sé að stjórnmálamenn taki ákvarðanir sem þessar þar sem þeir beri framtíðarhagsmuni þjóðarinnar fyrir brjósti. Þetta er falleg hugsjón en ég ætla að leyfa mér að draga réttmæti hennar í efa. Stjórnmálamenn eru ekkert öðruvísi en við hin. Þeir hugsa fyrst og fremst um að ná kjöri í næstu kosningum og hugsa þess vegna að mjög litlu leyti meira en fjögur ár fram í tímann. Útgerðarfélög, ef þau ættu fiskistofnana, hefðu hins vegar hag af því að framtíðararður af fiskistofnunum væri sem mestur og ættu því að nálgast þetta vandamál á þann hátt sem þjóðinni væri fyrir bestu.
Í Vísbendingu í síðustu viku er yfirlit yfir þróun útgjalda ríkisins á hvern einstakling…
frá 1980 til 1995. Forvitnilegt er að skoða hvernig útgjöld til einstakra málaflokka hafa breyst á þessum tíma:
Opinber stjórnsýsla | +70,2% |
Réttargæsla og öryggismál | +10,7% |
Menntmál | +25,5% |
Almannatryggingar- og velferðarmál | +79,1% |
Húsnæðis-, skipulag- og hreinlætismál | -12,1% |
Orkumál | -61,5% |
Landbúnaðarmál | -43,7% |
Sjávarútvegsmál | -53,3% |
Iðnaðarmál | -26,3% |
Samgöngumál | -4,9% |
Önnur atvinnumál | +57,0% |
Vaxtagjöld | +192,0% |
Heildarútgjöld | +33,1% |