Miðvikudagur 27. ágúst 1997

239. tbl. 1. árg.

Eins og menn vita er Ríkisútvarpið helsta hindrun þess að Stöð 2 og Bylgjan…
fái alvöru samkeppni. Ef sjónvarpsstöð ríkisins og Rás 2 væru seldar mætti hins vegar búast við samkeppni ykist til muna. Af einhverjum ástæðum hefur Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor, hins vegar ákveðið að vera sérstakur talsmaður þess að ríkið haldi áfram rekstri ljósvakamiðla. Hannes var einnig stjórnmálaskýrandi hjá Ævari Kjartanssyni í Víðsjá á Rás 1 í gær. Þar kynnti Hannes nýtt baráttumál sitt, sameiningu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hannes telur nefnilega að vinstri menn eigi ekki að einoka sameiningarumræðuna. Til að greiða fyrir sameiningunni mun Hannes væntanlega styðja fólk til áhrifa í Sjálfstæðisflokknum á næstunni sem líklegt er að framsóknarmönnum falli vel í geð.