208. tbl. 1. árg.
Háðfuglinn P. J. O’Rourke flutti erindi…
á 20 ára afmælishátíð CATO Institute 1, maí síðastliðinn. Þar ræddi hann hina margþvælu tuggu um misskiptingu auðs og aukið launabil. O’Rourke benti á að auður sem slíkur væri alltaf góður hvort sem margir nytu hans eða fáir. Og lokorð ræðunnar voru þessi: Ríkt fólk er hetjur en engu að síður notum við stjórnmálin til að níðast á því á glæpsamlegan hátt. Með skattkerfinu stelum við því sem hægt er af því. Jafnvel nú þegar heimsbyggðin hefur sannfærst um að frjáls markaður og einkaframtak séu af hinu góða tala stjórnmálamenn um að minnka þurfi launabilið. Hið rétta er að brýnast er að fylla upp í bilið á milli eyrnanna á þessum stjórnmálamönnum.