Laugardagur 19. júlí 1997

200. tbl. 1. árg.

Á dögunum var Ólafur Ragnar Grímsson sameiningartákn þjóðarinnar…
á ferð í Dalasýslu. Fór hann þá með fríðu föruneyti að rústum bæjarins á Eiríksstöðum og tilkynnti heimamönnum að nú ætti að hefja mikla endurreisn þess staðar þar sem þar væri fæddur Leifur Eiríksson hinn heppni. Gat Ólafur þess að hann hefði séð til þess að Clinton Bandaríkjaforseti legði þessari endurreisn lið. Fjölmiðlamenn hömpuðu að sjálfsögðu mjög þessari snilld Ólafs. Gaman hefði hins vegar verið ef þeir hefðu spurt Ólaf Ragnar Grímsson hvað hann hefði fyrir sér í því að Leifur hefði fæðst á Eiríksstöðum. Eins og menn vita kom Eiríkur faðir Leifs hingað frá Noregi og settist að á Hornströndum þar sem heitir á Dröngum, og þar bjó hann er hann fékk Þjóðhildar, er varð móðir Leifs. Eiríkur og Þjóðhildur reistu sér svo Eiríksstaði og bjuggu þar. Það getur vel verið að Leifur hafi fæðst á Eiríksstöðum, en það er hreint ekki víst. Íslendingasögur greina t.d. ekki frá því hvar hann er fæddur og það gæti alveg hafa verið á Dröngum.

Það er svo annað mál ef áætlanir Ólafs um aukna athygli Leifi til handa heppnast þá er aðeins tímaspursmál hvenær Leifur hættir að nefnast hinn heppni og verður, með því orðalagi sem tíðkast nú á tímum, aðeins nefndur Leifur grísari.