155. tbl. 1. árg.
Í bæklingi sem Heimdallur hefur gefið út í tilefni skattadagsins…
er skífa sem sýnir skiptingu útgjalda heimilanna. Neysluskiptingin byggir á nýjum vísitölugrunni í mars 1997 skv. Hagstofu Íslands. Opinberi geirinn byggir á nýlegum upplýsingum um útgjöld hins opinbera og verga landsframleiðslu frá Þjóðhagsstofnun og iðgjöldum í lífeyrissjóði úr aprílhefti Hagtalna mánaðarins. Eins og kemur fram á skífunni eru skattar langstærsti útgjaldaliður heimilanna eða 42,0% og eru ríflega þrefalt stærri en húsnæðis- og innbúskostnaður og nær fjórfalt stærri en kostnaður við mat og drykk. Það þarf því vart að koma á óvart þótt margir líti á undanskot frá skatti sem vænlegust tekjuöflunarleiðina. Þar eru greinilega langmestu peningarnir!