154. tbl. 1. árg.
Í dag, á 154. degi ársins, eru landsmenn fyrst að vinna fyrir…
sjálfa sig á þessu ári. Fram að deginum í dag hefur öll landsframleiðslan farið í skyldugreiðslur, útgjöld hins opinbera og iðgjöld lífeyrissjóða. Inn í útgjöldum hins opinbera vantar þó t.d. skyldugreiðslur til Ríkisútvarpsins. Skattadagurinn hefur ekki verið fyrr á ferðinni undanfarin tíu ár eða frá 1988. Hann var 7. júní í fyrra og 10. júní árið 1995 og hafði færst aftar á árið, árin þar á undan. Ástæða þess að skattadagurinn hefur færst í rétta átt undanfarin tvö ár er að landsframleiðslan hefur tekið kipp og hægt hefur á vexti í útgjöldum hins opinbera. Það er Heimdallur sem minnir á skattadaginn eins og undanfarin tvö ár.