Laugardagur 1. febrúar 1997

32. tbl. 1. árg.

1. febrúar 1997: Sighvatur Björgvinsson vill…
að skattgreiðendur hætti að kosta útgáfu Alþýðublaðsins og að útgáfu þess verði hætt. Í tilefni þessa segir Hrafn Jökulsson í viðtali við Vikublaðið í gær: ,,Því miður virðist Sighvatur staðráðinn í að komast í sögubækur Alþýðuflokksins sem böðull Alþýðublaðsins. Þetta kemur úr hörðustu átt. Er það ekki ritstjóri Alþýðublaðsins, Hrafn sjálfur, sem rekið hefur það með halla síðustu árin og þar með komið útgáfunni fyrir kattarnef?