Nýlega kom út bókin FACTS  NOT FEAR – … 
A Parent’s Guide to Teaching  Children about the Environment eftir Michael Sanera og  Jane S. Shaw. Í bókinni fjalla höfundar um ýmsar kenningar  umhverfisöfgamanna sem ratað hafa sem staðreyndir í  kennslubækur fyrir börn. Er hlýnun andrúmslofts jarðar vegna  aukinna gróðurhúsaáhrifa staðreynd? Leiðir fjölgun  mannkyns til hungurs og þurrðar náttúruauðlinda? Er eyðing  regnskóganna yfirvofandi? Er súrt regn óyfirstíganlegt  vandamál? Er eyðing ósonlagsins jafn stórt vandamál og  gefið er í skyn? Er heimurinn að drukkna í sorpi? Borgar sig  að endurvinna bara til að endurvinna? Hér er tímabær bók á  ferðinni en hún fæst nú hjá Laissez Faire Books.
Það er vart tilviljun og að  á sama tíma og kenningar… 
félagshyggjufólks um að án  víðtækra ríkisafskipta:
  muni ein stétt arðræna aðra (kommúnistar, sósíalistar og  sósíaldemókratar)
  muni hinn æðri kynþáttur verða villimönnum að bráð  (þjóðernissósíalistar)
  muni annað kynið kúga hitt (feministar)
  hafa glatað tiltrú fólks hefur ný kenning komið til  sögunnar sem réttlæta á aukin ríkisafskipti á öllum  sviðum. Þessi kenning gerir ráð fyrir að án víðtækra  ríkisafskipta:
  muni maðurinn eyða náttúrunni (umhverfisverndarsinnar).