Laugardagur 10. maí 1997

130. tbl. 1. árg.

SAMBÍÓIN hafa nú tekið til sýningar myndina Private Parts
sem byggð er á samnefndri sjálfsævisögu útvarpsmannsins og frjálshyggjumannsins Howard Stern. Óhætt er að mæla með þessari mynd sem er sprenghlægileg enda lætur Stern allt flakka að vanda. Stern bauð sig fram fyrir Frjálshyggjuflokkinn í síðustu ríkisstjórakosningum í New York. Nick Gillespie fjallaði um fyrirbrigðið Stern og bók hans Miss America í tímaritinu Reason í mars í fyrra.