Vefþjóðviljinn 93. tbl. 18. árg.
Miðað við lítið traust manna á forystumönnum í íslenskum stjórnmálum er alveg augljóst að það er auðvelt að fá fólk til að þykja nánast hvaða utanaðkomandi einstaklingur sem er „heiðarlegur“ eða „í tengslum við almenning“ í samanburði við stjórnmálamennina.
Þetta gerði MMR, stillti Þorsteini Pálssyni upp með helstu stjórnmálaforingjum landsins og bað úrtakið að merkja við mannkosti þeirra.
Að svo búnu er auðvitað rakið að spyrja fólk hvort það kæmi til greina að kjósa nýtt framboð undir forystu hins utanaðkomandi öðlings.
Þetta gerði MMR.
Í framhaldinu hafa álitsgjafar svo rætt talsvert um að það vanti sárlega flokk fyrir „frjálslynda“ fólkið, það sé á vergangi í hinu hræðilega „flokkakerfi“, að ekki sé minnst á hvernig „fjórflokkurinn“ úthýsi því. Að nota orðið „frjálslynda“ í þessu samhengi er svolítið eins og að segja að það vanti flokk fyrir blíða og góða fólkið. Kannski þetta heiðarlega sem er í tengslum við almenning í landinu.