Vefþjóðviljinn 74. tbl. 18. árg.
Nú hugsa kannski einhverjir stjórnarliðar að lágmarka megi „skaðann“ af umræðunni um ESB málin með því að setja nú málið í þjóðaratkvæðagreiðslu.
En ef menn trúa því að ríkisstjórnin geti skaðast af því að framfylgja stefnu stjórnarflokkanna um að hætta við aðild að ESB sem jafnframt er í samræmi við skoðun meirihluta landsmanna samkvæmt könnunum um árabil þá er sá skaði væntanleg skeður.
Því má heldur ekki gleyma að það er nánast vonlaust að fá fólk til að segja nei við því í könnunum hvort efna eigi til þjóðaratkvæðagreiðslu um mál sem eru mjög til umræðu þá stundina. Það er hins vegar spurning hvort menn skipi sér í flokka til lengri tíma eftir því hversu iðnir flokkar eru við að setja mál í þjóðaratkvæði.
Ef að þjóðaratkvæðagreiðslur væru ær og kýr stórs hóps manna mætti ætla að fram kæmi flokkur sem hefði ekki aðra stefnu en þá að öll mál væru útkljáð með þeim hætti.