Mánudagur 9. apríl 2007

99. tbl. 11. árg.
The upshot was that very few people disagreed with the tenets of political correctness. This was the most striking thing about Harvard: the absence of any real intellectual diversity. At Oxford, every political viewpoint had been respresented, from revolutionary Marxism to out-and-out fasicm. Among the ten undergraduates who’d studied Philosophy, Politics and Economics with me at Brasenose College there was a greater range of opinions than in the entire student body of Harvard. The cultural relativists may have belived in presenting students with a multiplicity of different perspectives, but in reality only one was tolerated – cultural relativism. It was more like being at university in fifteenth-century Spain than in late-twentieth-century America.
– Toby Young, How to Lose Friends & Alienate People, bls. 36.

Í hinni skemmtilegu endurminningabók sinni rekur breski blaðamaðurinn Toby Young hvernig honum tókst á undraskömmum tíma að komast frá því að vera nýr og vellofandi undirritstjóri hjá hinu þekkta bandaríska tímariti, Vanity Fair, í það að vera atvinnulaus og illa liðinn, kominn út úr flestum húsum, að ekki sé minnst á hátískubarina þar sem honum var ekki lengur hleypt inn.

Það hallar jafnt og þétt undan fæti hjá bókarhöfundi, blaðsíðu fyrir blaðsíðu. En það er fleira í þessari skemmtilegu bók en ný og ný gleðiefni fyrir Þórð. Hún er til dæmis forvitnileg athugasemdin um einsleitnina í hinum lofaða háskóla, Harvard, þar sem Young stundaði nám um tíma. Og hver getur sagt að lýsingin eigi aðeins við um þennan eina skóla. Mætti ekki yfirfæra hana á nokkuð margt, jafnvel hér heima?

Hvernig er íslensk þjóðmálaumræða – og þá kannski ekki hvað síst hjá þeim sem hafa hana að atvinnu? Þeir eru nú ekki margir stjórnmálamennirnir sem skera sig úr rétttrúnaðarkórnum sem jafnan er til að í kyrja óskalög fréttamanna. Þegar borgarstjórn Reykjavíkur varð sér til skammar á dögunum í tengslum við væntanlega heimsókn erlendra kvikmyndagerðarmanna af blárri sortinni, þá var það vitaskuld gert með einróma atkvæðagreiðslu, fimmtán núll. Þegar þingflokksformenn allra flokka á Alþingi fóru sameiginlega á eftir borgarfulltrúunum, þá heyrðist enginn alþingismannanna sextíu og þriggja æmta eða skræmta.

Hugsi menn sé nú, að sjötíu og átta venjulegir Íslendingar hefðu hist fyrir tilviljun og rætt væntanlega ráðstefnu af þessu tagi. Dettur einhverjum í hug, að þeir hefðu komist að einróma niðurstöðu í málinu? Allir sammála!

Auðvitað eru næstum því engar líkur á því. En þegar saman koma sjötíu og átta stjórnmálamenn tuttugustu og fyrstu aldar, þá heyrist aðeins ein skoðun rétttrúnaðarins. Dettur einhverjum kannski í hug, að alþingismennirnir sextíu og þrír og borgarfulltrúarnir fimmtán, séu í raun allir sömu skoðunar um málið? Og ef ekki, hvernig stóð þá á því að enginn þeirra reis upp og spurði hvað væri eiginlega á seyði?

Pólitískur rétttrúnaður er ekki aðeins vandamál í frægum bandarískum háskólum. Hann er ekki síðra vandamál í íslenskri stjórnmálaumræðu þar sem færri og færri þora að segja það sem þeir álíta réttast. Og þess vegna fyllist allt af stjórnmálamönnum sem segjast vilja senda lögregluna á klámfengna ferðamenn; sem láta eins og þeir trúi því að í landinu sé óútskýrður „kynbundinn launamunur“; sem þykjast skyndilega telja að ekki sé framar þörf á atvinnuuppbyggingu; sem láta eins og þeir telji í raun að það eigi að skylda fyrirtæki til að gera „jafnréttisáætlanir“; sem einn daginn telja engan stuðning of mikinn fyrir meðferðarheimilið Byrgið en næsta dag að sá rekstur allur hafi verið eitt hneyksli og öllum hlutaðeigandi til skammar.