Miðvikudagur 21. október 2015

Vefþjóðviljinn 294. tbl. 19. árg.

Taylor Swift er tekjuhæsti tónlistarmaður veraldar. Mynd:Brad Camembert/Shutterstock.com.
Taylor Swift er tekjuhæsti tónlistarmaður veraldar. Mynd:Brad Camembert/Shutterstock.com.

Í gær var sagt frá því í fréttum 25 ára gömul söngkona að nafni Taylor Swift hefði að meðaltali þénað um 125 milljónir króna á hverjum degi það sem af er ári. Hún hefur þar með hæstu laun tónlistarmanna um veröld víða.

Nú er úr vöndu að ráða fyrir afskiptasama. Þessar miklu tekjur söngkonunnar auka annars vegar „misskiptinguna“ á Jörðinni en minnka hins vegar „launamun kynjanna.“

Hvaða skatta vilja stjórnlyndir þá hækka, nefnd stofna, reglur að setja, útgjöld að auka og hugarfari að breyta til að mæta afleiðingunum af uppgripum söngkonunnar?