Vefþjóðviljinn 354. tbl. 19. árg.
Í fjarstæðukenndu hugmyndakerfi stutt stutt í burtu var ákveðið að tollar á innflutt snakk skyldu vera 59%.
Fimmtíuogníuprósent, ekki sextíu, ekki fimmtíuogátta.
Hvaða fólk tók þátt í setja þessar reglur gegn frjálsum viðskiptum á blað? Væri ekki fróðlegt að heyra viðtal við mennina sem ákváðu að tollur á snakk skyldi vera 59%? Hvaðan kom sú tala? Var einhver sem lagði til 69,5% toll og annar sem taldi 48,5% vera málið? Mættust þeir á miðri leið?
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar alþingis lagði í byrjun desember til að þessi 59% tollur yrði felldur niður.
En þá hófu innlendir snakkframleiðendur, sem framleiða raunar eingöngu úr innfluttu hráefni, ásamt Samtökum iðnaðarins að herja á nefndarmenn. Samtök iðnaðarins vilja ekki viðskiptafrelsi, þau vilja forsjárhyggju og tollvernd. Samtök iðnaðarins vilja að fjármunir séu færðir frá 330 þúsund neytendum til tveggja félagsmanna í samtökunum með því að hækka verð á snakki með verndartollum. Þannig geti íslenskir snakkframleiðendur í makindum féflett neytendur.
Við þennan þrýsting frá Samtökum iðnaðarins féllu ýmsir nefndarmenn í efnahags- og viðskiptanefnd frá stuðningi við málið sem þeir höfðu þó sjálfir lagt fram.
Þá lagði Sigríður Á. Andersen alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefndinni fram tillögu í eigin nafni um afnám tollsins.
Eftir að málið hafði fengið opinbera umfjöllun í nokkra daga ákváðu þeir nefndarmenn í efnahags- og viðskiptanefnd sem áður höfðu fallið frá stuðningi við málið að gerast meðflutningsmenn Sigríðar um afnám tollsins ásamt flestum fulltrúum stjórnarandstöðunnar í nefndinni.
Atkvæði um þetta táknræna mál féllu þannig á alþingi í gær.
Já við viljum að tollur verði lækkaður í 0% og 0 kr./kg. sögðu:
Árni Páll Árnason, Ásmundur Friðriksson, Ásta Guðrún Helgadóttir, Birgir Ármannsson, Birgitta Jónsdóttir, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Elín Hirst, Guðlaugur Þór Þórðarson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Haraldur Benediktsson, Helgi Hrafn Gunnarsson, Helgi Hjörvar, Illugi Gunnarsson, Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller, Líneik Anna Sævarsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Óttarr Proppé, Páll Valur Björnsson, Páll Jóhann Pálsson, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Róbert Marshall, Sigríður Á. Andersen, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Sigrún Magnúsdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Vilhjálmur Árnason, Vilhjálmur Bjarnason, Willum Þór Þórsson, Þórunn Egilsdóttir.
Nei við viljum áfram 59% verndartoll eins og Samtök iðnaðarins krefjast sögðu:
Katrín Jakobsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Svandís Svavarsdóttir, Þorsteinn Sæmundsson, Ögmundur Jónasson.
Sátu hjá með því að greiða ekki atkvæði:
Ásmundur Einar Daðason, Elsa Lára Arnardóttir, Eygló Harðardóttir, Frosti Sigurjónsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Haraldur Einarsson, Höskuldur Þórhallsson, Jóhanna María Sigmundsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir.
Viðskiptafrelsið varð því ofan á með 34 atkvæðum gegn 5.