N ú hefur örvæntingin tekið völdin. Samninganefnd ríkisins í Icesave málinu var sett út á gólf í fjármálaráðuneytinu í gær og látin lesa upp mat skilanefndar á eignasafni gamla Landsbankans. Matið – sem kallað var endurheimtur í flestum fréttatímum – hafði hækkað um 3,3% á einum ársfjórðungi. Við þessa smávægilegu breytingu hverfa tugir milljarða króna af herðum íslenskra skattgreiðenda samkvæmt Icesave III.
En þrátt fyrir allt og líklega alveg óvart var þessi upplestur á fjölum Arnarhváls afar upplýsandi fyrir íslenskan almenning. Smávægilegustu breytingar á verðmæti eignasafnsins skekja það til um tugi milljarða króna. Allir sjá að þetta gildir í báðar áttir þótt nú sé talað eins og eignirnar sem felldu Landsbankann geti aðeins hækkað í verði. Verði raunveruleikinn – endurheimturnar – undir núverandi mati fá íslenskir skattgreiðendur bylmingshögg. Icesave III er spilavíti.
Mat á eignasafni Landsbankans í milljörðum króna. |
Og hvernig er það annars með samninganefndina? Hefur hún ekki lokið sínu hlutverki? Eða á hún að vera helsti álitsgjafinn um eigin verk?