Fimmtudagur 26. apríl 2001

116. tbl. 5. árg.

George W. Bush forseti Bandaríkjanna hét því í gær að Bandaríkin myndu verja lýðræðisríkið Taívan gegn innrásarher kommúnistastjórnarinnar í Peking. Í fyrra sagði Vef-Þjóðviljinn frá nokkrum niðurstöðum tilraunar í stjórnmálum sem fram hefur farið á Kóreuskaga undanfarin 50 ár. Sambærileg tilraun hefur farið fram í Alþýðulýðveldinu Kína og Taívan og þegar ýmsar niðurstöður hennar eru skoðaðar er ekki að furða þótt Bush efist um ágæti þess að Pekingstjórnin taki við stjórninni á Taívan.


Alþýðulýðveldið Kína


Taívan

Íbúar (milljónir) 1.237 22
Lífslíkur drengja við fæðingu (ár) 68,3 73,8
Lífslíkur stúlkna við fæðingu (ár) 71,1 80,1
Ungbarnadauði á þúsund fæðingar 45 6
Vinnuafl í landbúnaði, % 54 10
Þjóðarframleiðsla á mann, dollarar (áætlun 1996) 2.800 14.700
Útgjöld til hermála sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, % 5,7 4,9
Einstaklingar í herþjónustu 2.935.000 376.000
Sjónvarpstæki á hverja þúsund íbúa 189 327
Útvarpstæki á hverja þúsund íbúa 177 402
Bílar til fólksflutninga, heildarfjöldi í landinu, (milljónir) 4,7 4,3

Heimild: The World Almanac and Book of Facts 1999. Mahwah, N.J.: World Almanac Books, 1998, bls.776 og 848. Flestar tölurnar eiga við árin 1995 – 1997. Hong Kong er ekki með í tölum fyrir Kína.