Hong Kong er eitt frjálsasta þjóðfélag  heims þótt…
breyting kunni að verða þar á hinn 1. júlí  næstkomandi þegar fulltrúar félagshyggjunnar  mæta frá Kína til að taka við stjórnartaumunum. Um  síðustu áramót voru sett lög í Hong Kong sem banna mismunun  eftir kynferði og eru það fyrstu lögin um það efni  sem sett hafa verið þar í landi. Í tímaritinu HKCER  Letters sem gefið er út af Hagfræðistofnun  Hong Kong háskóla var nýlega birt grein eftir Wing Suen  þar sem fram kemur að þótt engin lög um þessi efni hafi  verið í Hong Kong sé launamunur karla og kvenna minni  en í löndum eins og Þýskalandi, Bretlandi, Bandaríkjunum og  Sviss og sá sami og í Noregi og Austurríki en í öllum  þessum löndum hafa verið lög í gildi sem kveða á um sömu  laun fyrir sömu vinnu áratugum saman. 
Enda segir Wing Suen í grein sinni:  Slagorðið um sömu laun fyrir… 
jafnverðmæta vinnu er tálsýn. Í slagorðinu  felst grundvallarmisskilningur á verðmæti vinnu. Verð er  nefnilega huglægt. Hlutlægar upplýsingar geta ekki komið í  stað frjáls markaðar við að ákveða svo dæmi sé tekið  hvort demantar eða vatn sé verðmætara. Á sama hátt er  vonlaust að ákveða án markaðar hvort vinna heimspekings eða  götusópara er verðmætari. Og lokaorðin í greininni  eru: Aukin hagsæld kvenna er fremur markaðsöflunum að  þakka en ríkisafskiptum.