Fimmtudagur 7. ágúst 2014

Vefþjóðviljinn 219. tbl. 18. árg.

Eitt af því sem stjórnlynda borgarfulltrúa með skipulagsáráttu hefur dreymt um er að allir borgarbúar flytji í póstnúmer 101. Þeir sem búa utan miðbæjarins eru ekki aðeins taldir hallærislegir heldur einnig umhverfissóðar og samfélagsspillar því þeir búi ekki nægilega þétt og leyfi sér jafnvel að eiga bíl.

Morgunblaðið hefur undanfarið sagt frá þróun á fasteignamarkaði í Reykjavík. Sigurður Már Jónsson leggur út af þessu á vef blaðsins í gær:

Eitt af því sem Morgunblaðið reynir að gera er að meta stærð leigumarkaðarins sem beint er að ferðamönnum. Þar kom fram að auglýstar íbúðir í Reykjavík á leiguvefnum airbnb eru í heild 1.346 og hef¬ur þeim fjölgað um 37% frá því á síðasta ári. Ríflega helmingur þeirra er í hverfi 101. Með öðrum orðum – á milli 600 og 800 íbúðir eru horfnar úr notkun sem hefðbundið íbúahúsnæði á þessu svæði. Fátt skýrir betur vöntun á húsnæði á þessum slóðum. Augljóslega mun þessi þróun hafa mikil áhrif á líf þeirra íbúa sem eftir eru á þessu svæði. Notkun á skólum og öðru því sem samfélagið lætur í té hlýtur sömuleiðis að minnka smámsaman þar sem þessi breyting hefur átt sér stað. Ekki er að sjá að bæjaryfirvöld hafi markað sér skýra stefnu í þessum málum eða átti sig yfir höfuð á því hvort þau þurfi að bregðast við.

Já hvernig ætla að skipulagssinnarnir að bregðast við því að erlendir ferðamenn eru að ýta borgarbúum út úr miðborginni? Erlendir ferðamenn eru að dreifa byggðinni!