Vefþjóðviljinn 112. tbl. 16. árg.
Einhverjir hressari en Vefþjóðviljinn muna sjálfsagt eftir stúlku sem sá um kynningar á tónlistarmyndböndum á MTV sjónvarpsstöðinni á síðasta áratug 20. aldar og mun hafa verið þekkt undir nafninu MTV Kennedy.
Undanfarið hefur Kennedy með öðrum störfum krufið málin fyrir ReasonTV. Hér að neðan skoðar hún baráttu íbúa í Brooklyn fyrir menningarsögulegum verðmætum, nærumhverfinu, já og umhverfinu.