Fimmtudagur 11. apríl 2013

Vefþjóðviljinn 101. tbl. 17. árg.

Skuldaleiðrétting: Auðmaður með húsnæðislán fær 15 milljónir en fátækur leigjandi með verðtryggð námslán ekki krónu.
Skuldaleiðrétting: Auðmaður með húsnæðislán fær 15 milljónir en fátækur leigjandi með verðtryggð námslán ekki krónu.

Ef fer sem horfir í þingkosningum síðar í mánuðinum kemst til valda stjórnmálaflokkur sem lofar meiri skyndisósíalisma en áður eru dæmi um í síðari tíma sögu Íslendinga. Skuldir verða þjóðnýttar í áður óþekktum mæli. Skattgreiðendum verður til frambúðar gert að greiða 90 milljarða á ári í vexti af skuldum ríkisins. Það þýðir að tekjuskattur sem einstaklingar greiða til ríkisins fer að mestu leyti í vaxtagjöldin!

Andríki birtir því þessa dagana blaðaauglýsingar gegn þessari stefnu sem gengur undir því fallega nafni „skuldaleiðrétting“.  Það heiti hljómar jafnvel betur en „skjaldborgin“ gerði um árið.

Það eru velviljaðir lesendur Vefþjóðviljans sem greiða fyrir auglýsingar af þessu tagi með framlögum sínum. 

Þeir sem vilja styrkja framtakið geta gengið í góðan hóp styrktarmanna Andríkis eða lagt inn á reikning félagsins: 0512-26-000200, kennitala 5107952379.

Ef einhverjar spurningar vakna um fyrirkomulag styrkja má hafa samband í andriki@andriki.is eða í síma 55 17500.