257. tbl. 1. árg.
sem er holl lesning öllum áhugamönnum um svonefndan auðlindaskatt. Í greininni segja þeir m.a. Það er grundvallarspurning í umræðunni um auðlindaskatt á sjávarútveg hvernig fiskveiðiauðlindin varð verðmæt. Það er skoðun undirritaðra að það hafi gerst með eftirfarandi hætti. Einstaklingar og fyrirtæki þeirra hafa búið til tækni sem gerir það að verkum að hægt er að nýta fiskimiðin með arðbærum hætti. Þetta hefur ýmist gerst með því að keypt hefur verið tækni inn í landið eða hún fundin upp. Þessi viðleitni útgerðarmanna var og er ekki án áhættu. Framfarir verða ekki af sjálfum sér og núverandi tæknigeta varð ekki til að kostanaðarlausu. Sá hagnaður sem reikna má með að fiskveiðiauðlindin gefi af sér er afrakstur baráttu útgerðarmanna við að finna hagkvæmustu leiðina til að sækja aflann. Af þessari röksemdarfærslu má draga þá ályktun að rétturinn til að nýta fiskveiðiauðlindina hafi ekki verið gefinn útgerðarmönnum heldur hafi þeir sjálfir skapað þennan rétt með starfsemi sinni.