Laugardagur 2. apríl 2016

Vefþjóðviljinn 93. tbl. 20. árg.

Færsla Sivjar Friðleifsdóttur þingmanns Framsóknarflokksins á siv.is 21. janúar 2009.
Færsla Sivjar Friðleifsdóttur þingmanns Framsóknarflokksins á siv.is 21. janúar 2009.

Þeir sem stóðu að „búsáhaldabyltingunni“ hafa boðað til fundar á Austurvelli eftir helgi. Síðasta þegar þessi mannskapur kom saman í janúar 2009 urðu lokaorð fundar eitthvað á þessa leið:

Kæru félagar í búsáhaldabyltingunni. Hér er kominn skipulagshagfræðingur frá Tortóla sem hefur fyrir hönd kröfuhafa ákveðið að næsta ríkisstjórn verði undir forystu Jóhönnu og Steingríms; fyrsta hreina wintristjórnin. Svavar tekur við Icesave málinu. Ykkur er óhætt að fara heim.

Við þetta brutust út mikil fagnaðarlæti og búsáhaldamenn fóru sælir heim í háttinn.