Vefþjóðviljinn 211. tbl. 17. árg.
Á „frjálshyggjuárunum“ fyrir hrun þegar allar reglur voru afnumdar var leitt í lög að fyrirtæki mættu ekki styrkja stjórnmálamenn umfram 300 þúsund krónur. Síðar var þessi fjárhæð hækkuð í 400 þúsund.
Jafnframt var tekin upp svonefnd hagsmunaskráning þingmanna þar sem þeir tilgreina stjórnarsetu í átthaga- og húsfélögum og þegar þeir nýta sér tveir fyrir einn á pízzería.
Í gær bárust fréttir af því að þingmaður hefði fengið greiðsluseðil frá banka nokkrum upp á 5,8 milljónir króna. Bankinn heldur því fram að þingmaðurinn hafi ekki staðið við sinn hlut í svonefndri 110% leið með húsnæðislán og því séu forsendur brostnar fyrir skuldaniðurfellingu þingmanninum til handa. Síðar í gær kom fram að eftir að frétt um þetta birtist í blöðum hefði bankinn boðið þingmanninum að fella niður 3,8 milljónir af kröfunni og greiða tvær.
Þær mega sín kannski ekki mikils reglurnar um fjármál stjórnmálamanna þegar skuldamál heimilanna eru annars vegar. Þær systur öfund og hneykslun eru einnig víðsfjarri að þessu sinni en ekki er langt síðan það þótt argasta hneisa ef þingmaður hafði fengið 500 þúsund krónur í styrk frá banka.