Þótt Bandaríkin hafi náð miklum árangri í umhverfismálum á síðustu 30 árum verður það ekki sagt um stjórn fiskveiða. Fiskveiðar eru skýrt dæmi um „ógæfu í almenningi“. Ógæfan stafar af því að meðan enginn á fískinn í sjónum hefur enginn hagsmuni af því að vernda fiskistofnana til framtíðar. |
– Leiðari The Wall Street Journal 6. nóvember 2003. |
Ínefndum leiðara kemur fram að af þeim 304 fiskistofnun í lögsögu Bandaríkjanna sem vísindamenn hafi lagt mat á séu 93 ofnýttir, eða nær þriðjungur þeirra. Þetta hafi leitt til þess að ríkið verji milljónum dala til að kaupa menn út úr útgerð svo draga megi úr veiði. Einnig hafi verið reynt að sporna gegn ofveiðinni með lögum og reglum en það hafi valdið meira tjóni en gagni. Þegar sóknardögum sé fækkað kaupi menn bara fleiri báta og betri búnað til að ná sem mestum afla á skemmstum tíma. Í kapphlaupinu sé engu eirt.
The Wall Street Journal telur engu að síður að ljós sé í myrkrinu og þetta ljós mættu bandarískir þingmenn gjarnan sjá. Víða um heim sé verið að ýta markaðslausnum í sjávarútvegi úr vör. Ríkið taki ákvörðun um heildarafla og honum sé skipt á milli útgerðarmanna sem seljanlegum kvótum (ITQs) í samræmi við veiðireynslu þeirra. Þetta hafi hagræðingu í för með sér. Útgerðin geti hagað veiðum á sínum hlut að vild en þurfi ekki að standa í æðisgengnu kapphlaupi örfáa daga ársins. Veiðitímabil hafi því lengst, flotinn minnkað, verð á fiski hækkað og fiskistofnar tekið við sér á ný.
Í leiðaranum er svo sagt frá velgengni í sjávarútvegi á Nýja-Sjálandi eftir að framseljanlegir kvótar voru teknir upp um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Sömu sögu megi segja frá Íslandi, Ástralíu, Grænlandi og Hollandi. Það komi því ekki á óvart að umhverfisverndarsamtök, allt frá PERC til Environmental Defense, séu eitt af öðru að lýsa yfir stuðningi við framseljanlega kvóta. Í júní mun stjórn Bush svo hafa sent fulltrúadeildinni frumvarpsdrög þar sem gert er ráð fyrir kvótakerfi en óvíst er hverning því reiðir af í ólgusjó sérhagsmuna á bandaríska þinginu.
Þeir sem vilja styðja við útgáfu Vefþjóðviljans geta gert það með því að smella á hnappinn merktan Frjálst framlag hér til hliðar. Kostnaður við útgáfuna og kynningu á henni hefur frá upphafi verið greiddur með frjálsum framlögum lesenda og óvíst hvernig færi ef þess góða stuðnings nyti ekki við. Sem er alveg eins og það á að vera.