Skýrsla Verslunarráðs til Viðskiptaþings 1997 er um…
jafnræði í skattamálum. Þar er meðal annars fjallað um tekjuskatt einstaklinga og þau jaðaráhrif sem velferðarkerfið hefur á tekjur manna. En með jaðaráhrifum er átt hversu mikill hluti hverrar viðbótarkrónu sem menn vinna sér inn skilar sér í hærri ráðstöfunartekjum Í skýrslunni er tekið dæmi um þau jaðaráhrif sem skatt- og bótakerfið geta haft:
| Skatthlutfall | 42,0% | |
| Lífeyrsisjóðsgjöld | 4,0% | |
| Frádráttur lífeyrisgjalda | -1,7% | |
| Barnabótaauki | 1 barn | 6,0% |
| 2 börn | 11,0% | |
| 3 börn | 15,0% | |
| Vaxtabætur | 6,0% | |
| Húsaleigubætur | 2,0% | |
| Námslán | 5,0% |
Samtals geta jaðaráhrifin því verið yfir 70% þannig að aðeins verða 30 aurar eftir í vasanum af hverri viðbótarkrónu sem menn vinna sér inn. Svo eru menn hissa á því að fólk reyni með öllum ráðum að svíkja undan skatti?
Þegar svona staðreyndir blasa við hljóta menn að spyrja…
hver hafi hagað málum með þessum hætti. Ekki leikur vafi á að það er fyrst og fremst verkalýðshreyfingin sem hefur krafist tekjutengingar bóta og stighækkandi skatta. Helstu stuðningsmenn þessara krafna á Alþingi eru þingmenn félagshyggjuflokkanna. Jóhanna Sigurðardóttir, Guðmundur Árni Stefánsson og Margrét Frímannsdóttir eru verðugir fulltrúar þessa hóps.