Vefþjóðviljinn 116. tbl. 17. árg.
Ha lækkar vöruverð ef skattar lækka? Já virðisaukaskattur, tollar, vörugjöld og ýmis umhverfis- og neyslustýringargjöld leggjast á alls kyns varning.
Á venjulega handlaug leggst til að mynda 10% tollur, 15% vörugjöld, úrvinnslugjöld á umbúðir og auðvitað 25,5% virðisaukaskattur ofan á allt saman. Vegna þessara gjalda má gera ráð fyrir að útsöluverð á handlaug sé 50% hærra en það væri ella (að teknu tilliti til 40% álagningar verslunar).
Svo er það auðvitað sérstakt furðuverk – til viðbótar við það hve háir þessir skattar eru – að hafa fjóra eða fimm skatta sem hrúgast hver ofan á annan.