Laugardagur 17. apríl 2004

108. tbl. 8. árg.

A

Dramatísk vinslit urðu í Morgunblaðinu í gær þegar Sveinn Rúnar Hauksson sneri skyndilega við blaðinu og gagnrýndi utanríkisstefnu Bandaríkjanna.

umingja Bush, það á ekki af honum að ganga. Ekki hefur honum þótt gaman að lesa Moggann sinn í gær. „Mínir vinir falla fjöld“ hefur hann á sinn hátt hugsað eins og Bólu-Hjálmar; nú hefur meira að segja Sveinn Rúnar Hauksson snúið við honum baki og er þá Bandaríkjastjórn orðið fátt stuðningsmanna. Eins og menn vita hefur Sveinn Rúnar verið einn tryggasti vinur Bandaríkjanna hér á landi, allt frá því hann stóð hvað dyggilegast við bakið á Lyndon Johnson á sjöunda áratugnum, og verið óþreytandi að koma málstað þeirra á framfæri með jákvæðum og skemmtilegum hætti. En nú er það sem sagt búið. Sveinn Rúnar Hauksson er bara orðinn andvígur Bandaríkjastjórn, gott fólk. Hvað ætli gerist næst? Þegar Bandaríkin hafa misst Svein Rúnar þá geta fleiri snúið við þeim baki. Hvað gerir Ragnar skjálfti? Birna Þórðar? Spegillinn? Nú er greinilega engu að treysta og krosstré engu betri en hin.