Föstudagur 1. október 2010

274. tbl. 14. árg.

S umir efast enn um að í ársbyrjun 2009 hafi rétt kjörin stjórnvöld á Íslandi verið flæmd frá völdum með gamaldags byltingu. Jafnvel er enn til fólk sem telur að fyrirhugaðar réttarhöld á hendur ráðherra í þeirri ríkisstjórn séu ekki pólitísk réttarhöld að fyrirmynd ríkjanna sem eitt sinn hímdu austan járntjaldsins.

Á dögunum tóku samtök sem kalla sig „Alþingi götunnar“ til, fyrir framan alþingishúsið, undir blaktandi rauðum fána og sæmdu Atla Gíslason, formann þingmannanefndarinnar sem átti með hlutlausum og yfirveguðum hætti að „fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar [Alþingis um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða] og móta tillögur að viðbrögðum Alþingis við niðurstöðum hennar“ sérstakri „heiðursmedalíu“.

Og hvert var nú tilefnið? Jú, samtökin „binda miklar vonir við störf“ Atla í nefndinni, en Atli barðist þar hart fyrir að ráðherrar í þeirri ríkisstjórn sem lét af störfum í ársbyrjun 2009 yrði dregnir fyrir Landsdóm og ákærðir til refsingar. Rökstuðrningur samtakanna var: „Landsdómur verður að komast á. Landsdómur er sá vettvangur þar sem ber að ræða og taka á stjórnmálalegri ábyrgð æðstu ráðamanna.“ Ekki minnst á þá staðreynd að frá því í gamla sovét hefur engum í hinum vestræna heimi dottið í hug að refsiréttarhöld til fangelsisdóms sé góður vettvangur til að útkljá pólitísk deilduefni eða „taka á stjórnmálalegri ábyrgð“.

Svona ef einhver skyldi enn vera í efa um hvaðan þessar hugmyndir eru runnar, þá tók Morgunblaðið þessa mynd af „heiðursmedalíunni“: