Á síðustu árum hafa menn nánast hætt að nota orðið skattgreiðendur um þá sem greiða skattana. Þess í stað er helst aðeins rætt um tekjustofna og þá auðvitað að þeir séu vannýttir.
Í þættinum Vikulokunum á Rás 1 í Ríkisútvarpinu í morgun ræddu þrír þingmenn um stöðu ríkissjóðs og skyndisókn nokkurra ríkisforstjóra gegn skattgreiðendum undanfarna daga. Forstjórarnir hafa haldið því fram að neyðarástand skapist verði framlög ekki aukin enn meira til ríkisstofnana en gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu.
Smári McCarthy þingmaður Pírata taldi sjálfsagt að verða við kröfum ríkisforstjóranna því til staðar væri „hlaðborð“ af sköttum sem ganga mætti í og ekki var annað að heyra en að þingmaðurinn teldi það vera einskonar All-you-can-eat tilboð fyrir útgjaldaglaða stjórnmálamenn.
Nú er ég búinn að vera að skoða tekjuöflunartillögur allra flokka og svona hvar væri hægt að nálgast peninga og það sem ég sé í því er að bara ef ég má kalla það hlaðborð sem þarf bara að velja úr.