Skuldir ríkissjóðs og heimila lækka

skuldir_rikis_heimila

Myndirnar hér að ofan eru fengnar úr nýjasta hefti Fjármálastöðugleika sem seðlabankinn gefur út.

Þær sýna glöggt að bæði ríki og heimili landsins hafa náð miklum árangri við að lækka skuldir sínar á undanförnum árum. Í riti seðlabankans segir (bls. 24):

Skuldir heimila á Íslandi sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eru nú næst lægstar á Norðurlöndunum, en þær voru um áratugaskeið næst hæstar hér á landi, á eftir Danmörku. Nú er aðeins Finn land með lægra hlutfall eða 126%.

Ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að þessi jákvæða þróun haldi áfram næstu árin.

En æ æ það eru víst kosningar eftir tvær vikur.