Þriðjudagur 5. júlí 2016

Vefþjóðviljinn 188. tbl. 20. árg.

Vigdís Hauksdóttir alþingismaður Framsóknarflokksins hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs við næstu þingkosningar.

Sem skýringu hefur hún meðal annars gefið að alþingi sé „í rusli.“ Og meðal þess sem hún nefnir sem dæmi um hvernig komið er fram við þingið er að kjósa eigi nú í haust þótt þingmenn hafi verið kosnir til fjögurra ára vorið 2013 eins og mælt er fyrir um í stjórnarskrá.

Það eykur auðvitað ekki virðingu fyrir störfum þingmanna ef það þykir sjálfsagt að stytta lýðræðislegt umboð þeirra vegna þess eins að einn þeirra leyndi sameiginlegum hagsmunum sínum með kröfuhöfum gömlu bankanna.

Ok ekki lýsir það virðingu fyrir kjósendum að niðurstaða þeirra sé vanvirt á þennan hátt.