Helgarsprokið 5. júní 2016

Vefþjóðviljinn 158. tbl. 20. árg.

Það er ekki umhverfinu í hag að brjóta land, ræsa fram votlendi, ryðja skóga, undir ræktun matjurta sem síðan er breytt í dýrt og orkusnautt eldsneyti.

Það er ekki umhverfinu í hag að brjóta land, ræsa fram votlendi, ryðja skóga, undir ræktun matjurta sem síðan er breytt í dýrt og orkusnautt eldsneyti.

Hér hefur áður verið vikið að þeirri undarlegu „grænu“ skattlagningu sem vinstri stjórnin beitti á eldsneyti. Í nafni umhverfisins voru skattar á bensín og bensínbíla hækkaðir langt umfram skatta á Dieselolíu þótt öllum mætti vera það ljóst að sótmengun og NOx frá Dieselvélum eru margföld á við bensínvélar.

Í sérstökum umræðum á alþingi um skattheimtu af bíleigendum sem Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins hafði frumkvæði að í síðustu viku lagðiSteingrímur J. Sigfússon orð í belg um þetta atriði

Hvað varðar verðlagningu á dísilolíu annars vegar og bensíni hins vegar þá fór Ísland að þessu leyti alveg sömu leið og önnur nálæg lönd. Það á sér góð og gild efnisleg rök. Það var þannig að framfarir í sparneytni dísilvéla voru á undan sparneytni í bensínvélum. Það er líka þannig, og það varðar Ísland sérstaklega, að stóru aflvélarnar í flutningabílum og slíku eru nánast alfarið dísilvélar. Nægur þykir nú flutningskostnaðurinn á Íslandi samt. Þannig að það voru og eru að því leyti til áfram gild rök fyrir þessu. En ég skal viðurkenna að athygli núna á seinni missirum hefur farið að beinast í meira mæli að sótmenguninni, þá er það eitthvað sem við skoðum og bregðumst við eftir atvikum.

Já var það ekki? Með því að leggja frekar gjöld á bensín en Dieselolíu var hugsunin að færa gjöld af landsbyggðinni yfir á höfuðborgarsvæðið. Þetta var bara klætt í grænan grímubúning. Það er líka bara beinlínis rangt hjá Steingrími að á þessum árum hafi Dieselvélar tekið einhverjum sérstökum framförum umfram bensínvélar. Báðar vélar hafa tekið miklum framförum undanfarna áratugi. Sótmengunin frá Dieselvélum var sömuleiðis öllum kunn. Steingrímur var fjármálaráðherra þegar þessi sérstaka skattpíning bensínbíla var leidd í lög.

Þetta er því miður ekki eina dæmið um að sérhagsmunir hafi verið klæddir í grænan búning á síðasta kjörtímabili.

Alvarlegasta dæmið er auðvitað lög um endurnýjanlegt eldsneyti sem sagt var að sett væru í nafni umhverfisins og þvingar seljendur eldsneytis til að blanda „grænu“ eldsneyti í hefðbundið. Síðar kom í ljós að lögin höfðu verið skrifuð af Carbon Recycling International sem ætlaði sér að framleiða metanól til íblöndunar í bensín. Lögin hafa leitt til gríðlegs innflutning á lífdiesel og korn-etanóli sem er bæði dýrari í innkaupum og eykur eldsneytiseyðslu heldur eru menn víða um lönd að viðurkenna að líklega sé hafi þetta lífeldsneyti verri áhrif á umhverfið en hefðbundið eldsneyti.