218. tbl. 15. árg.
P ersónuvernd hefur nú gefið út það álit að Þjóðskrá sé ekki heimilt að miðla upplýsingum um kennitölur símleiðis, enda hafi fólk af því réttmæta hagsmuni að einkaaðilar viti ekki hvar það á heima. Nú blasir við að fæstir leita slíkra upplýsinga um náungann með því að hringja í einhvern á Þjóðskránni, heldur fara á netið og skoða þjóðskrána þar. Ríkið selur til að mynda bönkunum þessar upplýsingar um fólk og þeir veita viðskiptavinum sínum aðgang að þeim í gegnum netbanka sína.
Hvers vegna er þessi aðgangur að upplýsingum um heimili manna svo aðgengilegur að þeim forspurðum?