F yrir mánuði spáði Vefþjóðviljinn því án nokkurs hiks að Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi vinstri grænna myndi kúvenda fljótalega í málum Orkuveitunnar og REI. Og hvers vegna blasti það við að Svandís myndi gera slíkt? Var það ekki hún sem hafði stærstu orðin um vinnubrögðin í stjórn Orkuveitunnar og REI? Mátti ekki fremur ætla að hún myndi síst allra verja þá gerninga?
Jú þegar Svandís steytti hnefann á aukafundi borgarstjórnar í átt að þeim sem báru mesta ábyrgð á REI-málinu héldu margir að hún væri heil í baráttunni.
En þegar næsti leikur hennar var að ganga til samstarfs við Framsóknarflokkinn og bjarga pólitísku lífi þess borgarfulltrúa sem mesta ábyrgð bar á REI-málinu mátti öllum vera ljóst að Svandís er pólitískur uppistandari.
FF yrir borgarstjórnarkosningarnar 2006 fagnaði Morgunblaðið einkum tvennu. Annars vegar að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og ný forysta Sjálfstæðisflokksins myndi höfða til hinnar breiðu miðju kjósenda. Blaðið hafði enda lagt á þetta ríka áherslu sumarið 2005 og varð að ósk sinni. Hins vegar sagði blaðið Svandísi Svavarsdóttur „stjörnu kosningabaráttunnar“ og hampaði henni að megni.
Þrátt fyrir hina miklu sókn inn á miðjuna varð niðurstaða Sjálfstæðisflokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum sú lakasta sem flokkurinn hefur hlotið gegn sundruðum vinstrimönnum. Fylgið var nær óbreytt frá ósigrinum gegn sameinuðum R-lista 2002.
Og kveðjurnar sem Morgunblaðið sendir Svandísi Svavarsdóttur um þessar mundir eru hreint skemmtiefni fyrir þá sem muna eftir „stjörnu kosningabaráttunnar“.