Þú þarft ekki lengur að framvísa farseðli til að kaupa danska krónu

Með breytingum á lögum um gjaldeyrismál sem alþingi samþykkti 47 – 0 í dag falla úr gildi ýmis höft á viðskipti Íslendinga við útlönd.

Líklega verða flestir varir við þetta frá og með áramótum með því að þeir þurfi ekki að framvísa farseðli við kaup á erlendum gjaldeyri vegna ferðalaga.

Um leið og lögin verða birt í Stjórnartíðindum getur fólk til að mynda skipt allt að 30 milljónum króna í þá mynt sem þeir helst kjósa, flutt fé sitt milli innlendra og erlendra banka, keypt sér húsnæði erlendis án sérstakt leyfis, lagt það fé sem þeir kjósa í sparnað erlendis.

Gert er ráð fyrir að þessar heimildir hækki um næstu áramót.