Stærsta tækifæri Íslendinga í umhverfismálum?

Frummælendur á morgunverðarfundinum á þriðjudag.

Í fyrramálið boðar Sigríður Á. Andersen alþingismaður til morgunverðarfundar um endurheimt votlendis með frjálsu framtaki.

Eftir fyrirspurnir Sigríðar á alþingi til umhverfisráðherra um losun gróðurhúsalofttegunda frá framræstu landi og málflutning hennar í kjölfarið hefur vaknað aukinn áhugi einstaklinga og fyrirtækja á því að nýta endurheimt votlendis til til að draga verulega úr beinni losun og til kolefnisjöfnunar, auk hins almenna ávinnings sem af því hlýst að gæða landið lífi að nýju.

Nú talið að yfir 70% af losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi stafi frá votlendinu sem ríkissjóður Íslands greiddi mönnum fyrir að ræsa fram á síðustu öld. Aðeins lítill hluti (15%) þessa framræsta lands er nýttur til ræktunar.

Í umræðu um leiðir til að draga úr CO2 losun hafa stjórnmálamenn yfirleitt beint spjótum sínum að samgöngum. Þannig hafa bíleigendur sætt verulegri skattheimtu í nafni umhverfisverndar. En varla skilar það árangri þegar innan við 4% af útblæstrinum er frá bílum?

Á utblasturco2_2012-494pxþessum fundi verður leitað svara við þessu og öðrum spurningum: Er endurheimt votlendis stærsta áskorun Íslendinga í loftslagsmálum? Hvernig er votlendi endurheimt? Hafa stjórnmálin einhverju hlutverki að gegna? Hvað getum við gert með frjálsu framtaki?

Frummælendur:

Sigríður Á. Andersen alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Sunna Áskelsdóttir héraðsfulltrúi hjá Landgræðslu ríkisins.

Úlfar Steindórsson forstjóri Toyota á Íslandi.

Boðið verður upp á morgunmat frá kl. 8 en fundurinn hefst kl. 8.30.

Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir.

Fundurinn fer fram á Icelandair Hotel Reykjavik Natura (Hótel Loftleiðir) þriðjudaginn 30. ágúst.