Þriðjudagur 7. júní 2016

Vefþjóðviljinn 159. tbl. 20. árg.

Bretar greiða atkvæði um það eftir tvær vikur hvort þeir eigi að vera áfram í Evrópusambandinu. Mjótt er á munum.

Evrópusambandið stýrir mörgu sem ríkin sem það mynda sáu sjálf um á árum áður. Því mætti ætla að hinn almenni maður þekkti vel til þeirra sem stýra því. Að minnsta kosti ættu þeir sem vilja vera áfram innan sambandsins að þekkja helstu toppa.

Harriet Harman þingmaður Verkamannaflokksins er mjög einbeitt í því að Bretar séu áfram innan sambandsins. En þekkir hún einhvern af helstu ráðamönnum sambandsins? Hvaða fólk er þetta?